Sjálfsmat
Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 ber hverjum skóla að meta starfið með kerfisbundnum hætti. Megintilgangur matsins er að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun. Gerðaskóli metur á kerfisbundinn hátt árangur og gæði skólastarfsins með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra. Skólinn birtir niðurstöður matsins í skýrslu eftir hvert skólaár.
Sjálfsmatsskýrsla
Í skýrslu um sjálfsmat Gerðaskóla er greint frá innra mati skólans. Matið er unnið af sjálfsmatsteymi skólans á grunni upplýsinga sem safnað hefur verið.
Sjálfsmatsteymi skólans skipa:
Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri
Guðjón Árni Antoníusson, aðstoðarskólastjóri
Björn Vilhelmsson, kennari
Manfred Ulrich Lemke, kennari
Þóra Jenny Benónýsdóttir, kennari