Sjálfsmat
Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 ber hverjum skóla að meta starfið með kerfisbundnum hætti. Megintilgangur matsins er að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun. Gerðaskóli metur á kerfisbundinn hátt árangur og gæði skólastarfsins með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra. Skólinn birtir niðurstöður matsins í skýrslu eftir hvert skólaár.
Sjálfsmatsskýrsla
Í skýrslu um sjálfsmat Gerðaskóla er greint frá innra mati skólans. Matið er unnið af sjálfsmatsteymi skólans á grunni upplýsinga sem safnað hefur verið.
Sjálfsmatsteymi skólans skipa:
Daníel Arason, skólastjóri
Jón Ragnar Ástþórsson, aðstoðarskólastjóri
Hildur Hauksdóttir, kennari
Jóhanna Pálsdóttir, kennari
Sara Ross Bjarnadóttir, kennari
Anna Björk Erlingsdóttir, foreldri
Ásta Guðný Ragnarsdóttir, foreldri
Særún Lilja Eysteinsdóttir, nemandi
Benedikt Natan Ástþórsson, nemandi
Sjálfsmat skólans
Ytra mat