Úr grunnskólalögum um skólaráð
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
Starfsáætlun skólaráðs
Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs og boðar reglulega til funda. Áætlað er að skólaráð fundi fjórum sinnum á hverju skólaári. Fyrsta fund skal boða ekki seinna en 1. október ár hvert. Skólaráð skal halda að minnsta kosti einn opinn fund á hverju skólaári. Ráðið ákveður tilgang og tímasetningu þess fundar við afgreiðslu starfsáætlunar hvers skólaárs.
Skólaráð Garðaskóla setur sér starfsáætlun til eins skólaárs í senn og er skólastjóri ábyrgur fyrir gerð starfsáætlunar. Skólastjóri kynnir drög að starfsáætlun á fyrsta fundi hvers skólaárs. Við skipulag starfsáætlunar skal sérstaklega tekið tillit til aðstæðna fulltrúa nemenda.
Ráðið starfar á starfstíma skóla en heimilt er að kalla það saman á öðrum tíma beri brýna nauðsyn til. Skylt er að kalla saman fund ef þrír eða fleiri skólaráðsmenn óska þess.
Verkefni skólaráðs:
- fjalla um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
- fjalla um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skólans og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar.
- tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið.
- fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
- fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum.
- fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, stigsfundum kennara, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað og aðstæður eru til.
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsmanna skólans.
Starfsáætlun skólaráðs 2022-2023.
Fundagerðir
Skólaráð Gerðaskóla 2021 - 2022 er í vinnslu
Skólastjórnendur
Eva Björk Sveinsdóttir eva@gerdaskoli.is
Guðjón Árni Antoníusson gudjon@gerdaskoli.is
Fulltrúar foreldra
Anna Björk Erlingsdóttir annabjorke@hotmail.com
Hildur Ágústsdóttir hildagusta@gmail.com
Fulltrúar kennara
Bryndís Knútsdóttir bryndis@gerdaskoli.is
Karen Ingimundardóttir karen@gerdaskoli.is
Fulltrúi annars starfsfólks
Bára Kristín Þórisdóttir barathoris@gmail.is
Fulltrúar nemenda
Særún Lilja Eysteinsdóttir
Benedikt Natan Ástþórsson
Fulltrúi grenndarsamfélagsins
Þórhildur Inga Ólafsdóttir thorhildur87@gmail.com