Námsráðgjafi

Í Gerðaskóla er náms- og starfsráðgjafi, Laufey Erlendsdóttir, sem er í 60% starfi við Gerðaskóla. Hlutverk námsráðgjafa er fyrst og fremst að vera talsmaður og trúnaðarmaður nemenda og einnig að veita þeim ráðgjöf bæði í námi og einkalífi.

Nánar um námsráðgjöf Gerðaskóla

Hlutverk námsráðgjafa Gerðaskóla er að:

Veita nemendum faglega ráðgjöf þannig að þeir eigi auðveldara með að setja sér markmið og ná settum markmiðum í námi sínu.

Aðstoða nemendur við að skipuleggja heimanám sitt og leiðbeina nemendum um skipulögð og vönduð vinnubrögð í námi.

- Hjálpa nemendum að koma auga á styrkleika sína þannig að þeir nýtist sem best í námi.

- Aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum, gera raunhæfar áætlanir og meta hæfileika sína  miðað við áhugasvið.

- Veita nemendum ráðgjöf  um náms- og starfsval og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf.

- Taka þátt í að skipuleggja náms- og starfsfræðslu í skólanum.

- Undirbúa nemendur undir flutning milli skólastiga og/eða skóla.

- Sinna fyrirbyggjandi starfi, til dæmis vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skóla og aðra, svo sem starfsmenn félagsmiðstöðvar.

- Veita nemendum ráðgjöf í einkamálum, hjálpa þeim að setja sér markmið og taka meðvitaðar ákvarðanir um framtíð sína og einkamál.

Námsráðgjafi er talsmaður nemenda og trúnaðarmaður.

Til að fá viðtal við námsráðgjafa geta nemendur og foreldrar sett sig í samband við námsráðgjafa, umsjónarkennara, ritara eða skólastjórnendur. Einnig er hægt að hafa samband við umsjónarkennara, ritara eða skólastjórnendur. Hægt er að nálgast bækling um námsráðgjöf Gerðaskóla hjá ritara skólans.

Gerðaskóli s: 4253050
laufey@gerdaskoli.is

Ýmsir gagnlegir tenglar:
www.nams.is/namstaekni/index.htm
www.nams.is/krakkasidur
www.nams.is/unglingasidur
www.rthj.hi.is/page/Jobs
www.les.is
www.lesblind.is
www.doktor.is
www.regnbogaborn.is
www.hitthusid.is
www.persona.is
www.ged.is
www.idan.is