Þroskaþjálfi

Þroskaþjálfi er samstarfsaðili kennara og annarra starfsmanna skólans eftir því sem við á. Hann hefur það verksvið að sinna nemenda með þroskafrávik og/eða fötlun. Þroskaþjálfi sinnir einnig nemendum með aðrar sérþarfir s.s. ADHD, kvíðaraskanir o.fl. í samstarfi við faggreinakennara og umsjónarkennara. Hann skipuleggur þjálfunaraðstæður þeirra nemenda sem hann sinnir,  velur og útbýr þjálfunar- og námsgögn og fylgir eftir settum markmiðum. Hann metur árangur nemenda reglulega yfir árið og endurskoðar markmið í samstarfi við samstarfsaðila. Þroskaþjálfi er einnig starfsmönnum til aðstoðar í daglegri kennslu, þjálfun og almennum störf innan skólans ásamt því að viðhalda virkum tengslum við nemendur og foreldra. Hann leiðbeinir og aðstoðar kennara og sérkennara við skipulag náms. Hann stendur vörð um réttindi nemenda með fötlun og stuðlar að því að þeir njóti bestu þjónustu sem mögulegt er á hverjum tíma ásamt því að stuðlar að jafnrétti og jákvæðum viðhorfum til fatlaðra einstaklinga.