Miðgarður

Skrifstofa Suðurnesjabæjar sér um útleigu á Miðgarði (sal Gerðaskóla). Hringja þarf í síma 4253000 til að athuga með salinn eða fara í móttökuna á bæjarskrifstofunni. 

 

Miðgarður salur Gerðaskóla

1.gr. Útleiga

Salurinn er leigður út til veislu-, funda-, tónleika og ráðstefnuhalda eða annarrar starfsemi sem fellur að fyrrnefndum flokkum. Sveitarfélagið hefur forgang á notkun salarins. Í upphafi skólaárs eru skráðir niður þeir dagar sem skólinn hyggst nota fyrir starfsemina.

Að jafnaði skal gert ráð fyrir að viðburðir standi eigi lengur en til kl. 23:30.

2.gr. Stærð

Borð, stólar og borðbúnaður fyrir 420 manns fylgir salnum. Einnig veisluborð (langborð). Borðdúkar eru ekki hluti af búnaði.

3.gr. Hið leigða

Salurinn er leigður með umsjónarmanni sem opnar salinn og hefur umsjón með húsnæðinu meðan á viðburði stendur. Umsjónarmaður sér um ræstingu og lokar að viðburði loknum. Leigutaki hefur afnot af eldhúsi, hljóðkerfi og skjávarpa. Möguleiki er á að fá afnot af flygli samkvæmt sérstöku samkomulagi og gjaldi.

4.gr. Gjaldflokkar og gjaldskrá

                                                            Gjaldskrá fyrir leigu á sal Gerðaskóla er hægt að skoða hér

 

5.gr. Umgengni og skil á salnum

Öll meðferð og notkun áfengis og tóbaks er stranglega bönnuð í salnum, í skólanum og á skólalóðinni. Við afhendingu salar eru stólar og borð fyrir 200 manns. Við skil á salnum skal þurrka af stólum og borðum sem í notkun voru og þvo upp og ganga frá öllum eldhús- og borðbúnaði á sinn stað. Gólf í eldhúsi og anddyri skal sópa og gólfhreinsa sal, þ.e. tína upp rusl, matarleifar og þess háttar. Ekki sakl skúra gólf né þrífa salerni. Hreinsa skal rusl utandyra ef á við.

6.gr.

Gildistími og endurskoðun Reglur þessar taka gildi þegar þær hafa verið staðfestar af bæjarráði Garðs og skulu reglurnar endurskoðaðar ár hvert.