Tæknigarður

Tæknigarður og tæknistefna Gerðaskóla

Innleiðing á tækni í kennslu er mikilvæg fyrir framtíðina. Starfsfólk og nemendur geta nýtt sér tæki til að gefa fjölbreyttari leiðir til kennslu og náms.

Tækjakostur

Allir nemendur Gerðaskóla hafa aðgang að tæki til einkanota í námi og kennslu. Tæknigarður er tækniver Gerðaskóla en það er staðsett á verkgreina og miðstigsgangi. Upplýsingar um starfssemi Tæknigarðs má finna hér. Notast er við bekkjarumsjónarkerfin Google classroom ásamt eftirlitskerfinu Securly.

Frá 1.-5. bekk er notast við iPadda. Unnið er að innleiðingu á Google Classroom á þessu stigi.

Frá 6.-10. bekk er notast við Chromebook tölvur og Google Classroom. Nemendur nýta sér þau tól sem fylgja Google umhverfinu í verkefnavinnu s.s. Docs, Sheets og Slides.

Nemendur þurfa að skrifa undir tölvusamninga við skólann um umgengi og notkun tækjana sem þau fá í hendur.

Starfsþróun

Með stefnu skólans um innleiðingu á tækni í kennslu skuldbinda kennarar sig til að taka þátt í starfsþróun sem fylgir því að læra á þau tæki og forrit sem munu verða notuð við kennslu.

Væntingar til kennara

  • Taki þátt í skipulögðum námskeiðum og fræðslu varðandi tækni á starfsdögum
  • Leiti sér endurmenntunar á sviði tækni í kennslu s.s. menntabúðir, vinnustofur, ráðstefnur og námskeið
  • Taki þátt í Utís online
  • Séu tilbúnir að deila þekkingu og reynslu með öðru starfsfólki
  • Nýti fjölbreyttar aðferðir við kennslu og námsmat
  • Tileinki sér nýjar aðferðir í samþættingu námsgreina og námsmati
  • Tileinki sér jákvætt viðhorf til skólaþróunar og innleiðingar á tækni í kennslu

 

Námsmat og kennsluaðferðir

Upplýsingatækni á heima í öllum greinum og veitir nýja nálgun á kennsluaðferðir. Samþætting námsgreina gefur kennurum tækifæri á að meta margar greinar á sama tíma.

Á unglingastigi er upplýsingatækni samþætt við íslensku, náttúrufræði, samfélagsgreinar og list- og verkgreinar í þróunarverkefninu Bræðingi. Í Bragðaref í 6.-7. bekk er upplýsingatækni í samþættingu með náttúru- og samfélagsgreinum. Í Snillitímum í 4.-5. bekk er upplýsingatækni í samþættingu með náttúrur- og samfélagsgreinum.

Nemendur hafa tækifæri á að nýta sér rafræn skil og nota tækin í tímum. Tæknin býður upp á skapandi skil og fleiri möguleika til að koma til móts við nemendur í einstaklingsmiðuðu námi.

Til að auka fjölbreytni í námi og kennslu mun fara fram mikil samþætting á námsgreinum.

Hluti af innleiðingu stefnunnar felst í endurmenntun kennara í formi námskeiða varðandi skipulag á námsmati, uppsetningu námslota og vinnu í Mentor.