Skólasel

 

Reglur frístundaheimilisins

  1. Opnað er fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár í apríl á hverju ári. Börn sem hefja skólagöngu að hausti hafa forgang  um pláss, ef sótt hefur verið um fyrir 1. maí.
  2. Hægt er að sækja um hjá umsjónarmanni skólagæslu eða á skrifstofu skólans á þar til gerðum eyðublöðum.
  3. Vistun barns, eftir skráningu, hefst eftir aðstæðum í skólagæslunni á hverjum tíma. Foreldrar geta miðað við að það taki um 2 vikur að fá pláss.
  4. Miðað skal við að 12-14 börn séu á starfsmann. Þessi viðmið um barngildi á starfsmann ákvarða hve mörg börn er hægt að taka inn á haustin og ef fjöldi umsókna fer fram yfir fjölda starfsmanna sem ráðnir eru til starfa í skólagæslunni, getur myndast tímabundinn biðlisti.
  5. Ef foreldrar vilja segja upp plássinu þá er mikilvægt að gera það fyrir 15. hvers mánaðar með tölvupósti á umsjónarmann og tekur uppsögnin þá gildi um næstu mánaðarmót. Jafnframt er mikilvægt að tilkynna allar breytingar á dvalartíma barns, beint á netfang umsjónarmanns skólagæslunnar skolasel@gerdaskoli.is
  6. Meta þarf, í samvinnu við sérfræðiþjónustu fræðslusviðs, hvort börn þurfa sérstuðning í skólaseli. Leitast er við að veita einstaklingsmiðaða þjónustu út frá þörfum hvers og eins barns og meta hvaða þjónustu er hægt að veita börnum með þroska- eða hegðunarfrávik.
  7. Skólasel er opin daglega eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur, til kl.16:15. Skólasel er opin frá 8:00 -16:15 á samskiptadögum, öskudegi og íþróttadegi.
  8. Skólasel er lokuð á skólasetningardegi, skólaslitadegi, starfsdögum, í vetrarfríum og á jólasamveru.
  9. Mikilvægt er að börn séu sótt kl. 16:15.
  10. Skólareglur Gerðaskóla gilda einnig í skólaseli.

Síminn í Skólaseli er 841 0398, netfang: skolasel@gerdaskoli.is

Umsókn í Skólasel