Foreldrafélag Gerðaskóla

Foreldrafélög eru lögbundin skv. 9. gr. laga um grunnskóla

9. gr. hljómar svo.

-Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. 
Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð“

Helstu hlutverk foreldrafélaga er m.a. eftirfarandi:

- Að styðja við skólastarfið

- Stuðla að velferð nemenda skólans

- Efla tengsl heimilis og skóla

- Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi

- Hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu

Foreldrafélagið er alltaf tilbúið að hlusta á góðar hugmyndir frá öllum þeim sem vilja aðstoða það við að uppfylla hlutverk sitt. Endilega sendið okkur línu ef þið hafið eitthvað fram að færa.

 

Stjórn Foreldrafélags Gerðaskóla 2021/22:

Hildur Ágústsdóttir, formaður          hildagusta@gmail.com

Ásta Guðný Ragnarsdóttir, gjaldkeri

Anna Björk Erlingsdóttir, ritari

Elísabet Sigrún Valsdóttir, meðstjórnandi

 

Hér má finna Facebook hóp foreldrafélagsins