Leikskólinn Gefnarborg:
Það hefur verið gott samstarf á milli Gerðaskóla og Gefnarborgar í nokkur ár, hér má sjá áætlunina fyrir skólaárið 2023 - 2024 en hún birt með fyrirvara um breytingar.
Fjölbrautarskóli Suðurnesja:
Samstarf Gerðaskóla við Fjölbrautarskóla Suðurnesja hefur verið að þróast lengi. Náms- og starfsráðgjafi Gerðaskóla er tengiliður við skólann. Á hverju vori fara nemendur í 9. bekk ásamt umsjónarkennara og náms- og starfsráðgjafa í heimsókn í FS þar sem þeim er sýndur skólinn. Námsráðgjafi FS kemur svo í skólann og kynnir námið fyrir nemendum í 10. bekk.
Á síðustu árum hefur nemendum í elstu bekkjum Gerðaskóla verið boðið að velja sér valgreinar í Fjölbrautaskólanum. Fjölbreytni þessara greina hefur aukist ár frá ári en nemendur þurfa að hafa staðið sig vel í grunnskóla til að geta nýtt sér að fara í þessar valgreinar.