Viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta

Ef þú ert innandyra þegar þegar jarðskjálfti byrjar– ekki hlaupa af stað.

  • Haltu kyrru fyrir, mörg slys verða þegar hlaupið er af stað
  • Farðu undir borð og haltu þér í borð
  • Krjúptu niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg
  • Haltu þig frá gluggum – þeir geta brotnað

Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarðskjálfta – ekki hlaupa inn

  • Vertu áfram úti • Ekki vera nálægt háum byggingum sem geta hrunið eða háum trjám
  • Grjóthrun, skriður og snjóflóð geta fallið úr hlíðum og fjalllendi
  • Raflínur geta verið hættulegar – varist að snerta þær
  • Reyndu að komast á opið svæði þar sem byggingar þrengja ekki að