Í Gerðaskóla eru nemendur með bráðaofnæmi fyrir hnetum og höfum við því þá reglu að skólinn sé hnetulaus.
Bráðaofnæmi eru skjót og lífshættuleg ofnæmisviðbrögð þar sem ofnæmisvaldurinn er oftast fæða.
Einstaklingur með bráðaofnæmi fyrir hnetum þarf ekki að borða hnetur til að fá ofnæmisviðbrögð. Nóg er að hann komist í snertingu við matvæli sem innihalda hnetur. Einnig getur snerting við einstakling sem hefur verið að meðhöndla hnetur valdið svæsnum ofnæmisviðbrögðum. Af þessum ástæðum er mikilvægt að matur innan skólans innihaldi ekki hnetur af neinni gerð.
Við biðjum foreldra og forráðamenn að gæta þess að börnin komi ekki með nesti sem inniheldur hnetur í skólann. Þetta á jafnt við um nemendur og starfsfólk.
Dæmi um matvæli sem ber að forðast eru:
Hnetujógúrt og AB-mjólk með hnetumúsli.
Brauð með hnetusmjöri.
Hnetur í pokum.
Alls kyns orkustykki (t.d. flestar tegundir af Corny).
Sumar brauðtegundir og morgunkorn og fleira sem gæti innihaldið hnetur.
Við þökkum kærlega fyrir samvinnuna og skilninginn við að tryggja öryggi allra nemenda í skólasamfélaginu okkar.