Rýmingaráætlun Gerðaskóla

Við hættuástand getur reynst nauðsynlegt að rýma skólann. Grundvallaratriði er að starfsfólk og nemendur hafi æft viðbrögðin þannig að þau komi eins og af sjálfu sér þegar á þarf að halda. Því skal haldin rýmingaráætlun að hverju hausti.

Fyrir rýmingaræfingar þarf að:

1.Útskýra tilgang æfinganna fyrir nemendum, sem er:

 • Aukið öryggi og að þekkja viðvörunarbjöllurnar. 
 • Kunna að bregðast rétt við og æfa fumlaus viðbrögð.
 • Koma í veg fyrir slys við rýmingu á húsnæði og þekkja bestu leiðirnar úr skólahúsinu.

2. Ræða við nemendur um að æfing er alvarleg eðlis, - en ekki leikur.

3. Útskýra vel fyrir nemendum að ef viðvörunarbjallan þagnar fljótlega eftir að hún fer af stað og fer ekki í gang aftur sé um bilun eða gabb að ræða. Ef á hinn bóginn bjallan fer af stað aftur og stöðvast ekki er hætta á ferðum og rýma þarf húsið.

4. Kynna fyrir nemendum hvar neyðarútgangar eru staðsettir og hvar þeirra svæði er á söfnunarsvæði.

5. Útskýra vel fyrir nemendum það fyrirkomulag sem gildir um útgöngu þegar rýmingaráætlun er virkjuð.

 

Hlutverk starfsfólks

Kennari er ábyrgur fyrir þeim bekk/hóp sem hann er að kenna þegar hættuástand skapast. Skólastjórnendur og ritari hafa yfirsýn og veita upplýsingar til neyðarstarfsmanna þegar þeir koma að skólanum.

Ritari er ábyrgur fyrir að nemendalistar, aðstandendalistar, skráningabók um fjarvistir og leyfi ásamt starfsmannalista sé uppfært og berist út á söfnunarsvæði.

Starfsmenn skóla og íþróttahúss aðstoða við rýmingu, halda hurðum opnum, aðgæta salerni og önnur rými.

 

Skapist hættuástand í skólanum þar sem brunaviðvörunarkerfi fer í gang skal vinna eftir eftirfarandi ferli:

 1. Skólastjórnendur og húsvörður fara að stjórntöflu brunaviðvörunarkerfis, stöðva vælu og kanna hvaðan brunaboðið kemur. Kennarar, starfsmenn og nemendur bíða átekta á meðan.
 2. Ef um falsboð er að ræða tilkynnir stjórnandi, ritari eða húsvörður það til Securitas í síma 580 7000 og skólastarf heldur áfram eins og frá var horfið.
 3. Ef um hættuástand er að ræða gangsetja þeir aftur viðvörunarvælur og hafa samband við neyðarlínu í síma 112 og tilkynna um hættu.
 4. Kennarar og starfsmenn hefja þá rýmingu samkvæmt leiðbeiningum sem finna má í öllum kennslustofum og koma nemendum á söfnunarsvæði sem er við íþróttahúsið.

Rýmingaráætlun vegna staðfests brunaboðs

Hver kennari er ábyrgur fyrir þeim bekk/hóp sem hann er að kenna þegar hættuástand skapast og að koma nemendum á rétt söfnunarsvæði.

Hann skal fylgja eftirfarandi skrefum:

 1. Kennari velur flóttaleið. Ætíð skal velja þann neyðarútgang sem er næstur. Kennari tekur með sér göng sem eru við útgang hverrar stofu.
 2. Þeir ganga fyrst út sem næstir eru rýmingarleið.
 3. Ef aðstæður leyfa fara nemendur í úlpur og skó (ekki reima, setja reimarnar niður í skóna).
 4. Skólastjórnandi/ritari tekur með sér nafnalista og skráningabók fyrir fjarvistir og leyfi nemenda ásamt starfsmannalista og fer út á söfnunarsvæði.
 5. Þegar komið er út á söfnunarsvæðið er mjög mikilvægt að nemendur standi í stafrófsröð hjá sínum kennara sem fer yfir nafnalista frá ritara og kannar hvort allir séu komnir út.
 6. Kennarinn kemur upplýsingum um stöðuna til umsjónarmanns söfnunarsvæðis (skólastjórnandi/ritari) og björgunaraðila.
 7. Að hættuástandi loknu fara nemendur aftur inn í skólann (eða íþróttahús) telji björgunaraðilar það óhætt. Ef það er ekki hægt er önnur lausn fundin á meðan ákvörðun er tekin um framvindu mála.

Söfnunarsvæðið er austan megin við íþróttahúsið. Nemendur raða sér upp eftir bekkjum. Fyrsti bekkur næst inngangi íþróttahússins og svo koll af kolli. Ef mjög slæmt veður er þá er farið með nemendur inn í íþróttahúsið