Jákvæður agi

Ákveðið var á starfsmannafundi skólaárið 2019 - 2020 að skoða uppeldisstefnuna Jákvæður agi. Starfsfólk fékk kynningu og í kjölfarið var ákveðið að fara í innleiðingu. Skólaárið 2020 - 2021 var myndað teymi í skólanum sem setti upp áætlun fyrir innleiðingu. Innleiðing tekur 3 - 5 ár.

Uppeldisstefnan Jákvæður agi byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela í sér að horft er á orsakir hegðunar fremur en t.d. að reyna að breyta hegðuninni með umbun og refsingu eins og lengi hefur tíðkast.
Jákvæður agi gengur út á að móta umhverfi í skólum, heimilum og vinnustöðum sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu.

Jákvæður agi heimasíða