Ýmis uppbrot í skólastarfinu

Nú hefur verið mikið um ýmsa viðburði í skólanum okkar og við höfum verið að safna slatta af myndum.

Nemendur í 5.-10.bekk fór í skautaferð á dögunum. Við reyndum að taka myndir af öllum en hraðinn á krökkunum var þvílíkur að það reyndist stundum erfitt að festa þau á filmu. Í hlekknum má finna nokkrar myndir úr ferðinni. 

Skautaferð 5.-10.bekkjar

Nemendur í 1.-4.bekk fór í Fimleikaakademíuna og fengu svo sannarlega útrás fyrir hreyfiþörfinni. Allir skemmtu sér konunglega og mátti sjá nokkra kennara rifja upp gamla takta frá sínum fimleikaárum.

Fimleikadagur 1.-4.bekkjar

4.bekkur fékk á dögunum að hafa kósídag og mættu nemendur í náttfötum. Við smelltum nokkrum myndum af krökkunum :)

Kósídagur 4.bekkjar