Vorskóli Gerðaskóla

Föstudaginn 21.05.2021 er fyrstu bekkingum sem munu hefja nám við Gerðaskóla næsta haust boðið að koma og fá smá kynningu á skólastarfinu. Börnin mæta ásamt foreldrum/forráðamönnum við aðalinngang skólans klukkan 08:50. Börnin fara í kennslustundir, borða nesti sem þau koma með að heiman og kynnast frímínútum. Vorskóla lýkur klukkan 10:45.

Samhliða vorskólanum verður hálftíma kynning fyrir foreldra/forráðamenn á sal skólans.