Vorhátíð Gerðaskóla

Áralöng hefð er fyrir því að halda vorhátíð Gerðaskóla á uppstigningardag. Í ár var boðið upp á hinar ýmsu stöðvar bæði til fræðslu og skemmtunar þar sem m.a. var hægt að prófa að nálaþæfa, tálga, leysa krossgátur, kasta pílu, tefla, hnýta hnúta og margt annað skemmilegt. Einnig seldu nemendur í 9. bekk vöfflur og pylsur og máluðu andlit þeirra sem vildu.

Foreldrafélag Gerðaskóla bauð uppá Lalla töframann og Slysavarnardeildin Una bauð uppá veltibílinn.

Við þökkum öllum gestum kærlega fyrir samveruna.

Hér er hægt að sjá myndir frá deginum.