Vorhátíð Gerðaskóla

Vorhátíð Gerðaskóla verður haldin fimmtudaginn 26. maí, frá kl 10-12. Hefð hefur verið fyrir því í Gerðaskóla að halda vorhátíðina á uppstigningardegi. Nemendur mæta með foreldrum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.

Á hátíðinni verður meðal annars fjáröflun fyrir 9. bekk þar sem nemendur safna fyrir 10. bekkjarferðinni. Í ár verður boðið upp á pylsu- og vöfflusölu og verður posi á staðnum. Einnig verður andlitsmálun á 100 kr en ekki posi.

Dagskrána má sjá á mynd með fréttinni.