Vorhátíð Gerðaskóla

Vorhátíðin okkar verður fimmtudaginn 13. maí frá kl. 10:00 - 12:00. Hátíðin verður með aðeins öðru sniði en undanfarin ár þar sem við getum ekki boðið foreldrum að koma með nemendum í skólann.
Það er skólaskylda þennan dag og ætlum við að bjóða nemendum upp á skemmtilega hreyfingu. Nemendum verður skipt í hópa þvert á alla árganga og keppa hóparnir í ýmsum greinum einnig verður ein stöð þar sem boðið verður uppá grillaðar pylsur. Nemendur mæta í skólann hressir og kátir í íþróttaklæðnaði og gott væri að taka með sér vatnsbrúsa : )