Vorhátíð

Fimmtudaginn 10. maí er uppstigningardagur. Eins og er venjan í Gerðaskóla þá höldum við upp á vorhátíð skólans á þeim degi. Þá opnum við skólann fyrir gestum og bjóðum upp á ýmsar uppákomur.

Dagskráin byrjar kl 10 og lýkur kl 12. Við viljum bjóða foreldrum og aðstandendum að koma og njóta dagsins með okkur.

Meðal dagskrárliða verður tombóla, andlitsmálun, ýmsir leikir og tónlistaratriði.

Hlökkum til að sjá ykkur.