Vertu þú sjálfur

Næstkomandi þriðjudag 7. nóvember ætlar Míró ráðgjöf að koma í heimsókn til okkar í Gerðaskóla með fræðslufund sem þau kalla "Vertu þú sjálfur".

Þau ætla að hitta bæði foreldra og nemendur, en þó í sitthvoru lagi. Foreldrar koma kl. 8.15 og þau hitta svo nemendur á mið og unglingastigi seinna sama dag. Viðfangsefnið foreldrakynningarinnar er "Hvernig geta foreldrar ýtt undir styrkleika og vellíðan barna sinna ásamt því að efla og styðja við ábyrgð og sjálfsþekkingu þeirra"

Við hvetjum að sjálfsögðu alla foreldra og forráðamenn til að gefa sér tíma og mæta sjálfum sér og börnum sínum til heilla. Fundurinn tekur um 30 mínútur.