Verðlaunahafar í Stóru upplestrarkeppninni 2023 - Gerðaskóli hreppti 3. sætið

Miðvikudaginn 15. mars síðastliðinn var Stóra upplestrarkeppnin haldin í Gerðaskóla en það voru Bergdís Júlía Sveinsdóttir, Guðjón Hjörtur Eyjólfsson og Hrafnkell Máni Másson sem skipuðu lið Gerðaskóla að þessu sinni, Emilía Hrönn Björnsdóttir var varamaður liðsins.

Gerðaskóli, Grunnskóli Grindavíkur, Sandgerðisskóli og Stóru-Vogaskóli standa saman að verkefninu en Gerðaskóli var gestgjafi kepnninnar í ár. Nemendur hafa staðið í ströngu við æfingar í vetur og lásu þeir í þremur umferðum, bæði texta og ljóð. Frábær tónlistaratriði voru flutt frá hverjum skóla en þeir Bragi Sigurður Óskarsson, Benedikt Natan Ástþórsson og Ögmundur Ásgeir Bjarkason nemendur í Gerðaskóla léku sexhent á píanó.

Úrslit að þessu sinni voru þau að í 1. sæti varð Hreiðar Leó Vilhjálmsson frá Grunnskóla Grindavíkur, í 2. sæti varð Hilmir Karl Rafnsson úr Grunnskóla Grindavíkur og í 3. sæti varð Guðjón Hjörtur Eyjólfsson úr Gerðaskóla.

Sérstakar þakkir fá kennarar og nemendur 7. bekkja fyrir undirbúning og þátttöku, nemendur fyrir tónlistarflutning, dómnefnd og Landsbanki Íslands fyrir stuðning í formi verðlauna.

Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn!