Vegna óvissuástands almannavarna

Í ljósi óvissustigs Almannavarna vegna jarðhræringa á Reykjanesi höfum við í Gerðaskóla farið yfir viðbragðsáætlun skólans vegna hættuástands. Við viljum einnig hvetja ykkur til að kíkja yfir hana en hana má finna á heimasíðu skólans - https://www.gerdaskoli.is/is/skolinn/vidbragdsaaetlun-vegna-haettuastands

 

Einnig viljum við benda ykkur á heimasíðu almannavarna þar sem má finna nánari upplýsingar um óvissustigið, bæði á íslensku og ensku - https://www.almannavarnir.is/frettir/ovissustig-almannavarna-vegna-jardhraeringa-a-reykjanesskaga/

Ef eitthvað er óljóst hafið þá endilega samband við skólann.