Væntingar

Í haust var ákveðið að setja fram á skýran hátt væntingar um hegðun í Gerðaskóla. Starfsfólk skólans ásamt nemendum myndaði teymi um þetta verkefni og er nú afraksturinn komin í ramma á ýmsum svæðum í skólanum. Næstu daga mun starfsfólk fara yfir væntingarnar með nemendum svo að allir gangi í takt og viti til hvers er ætlast.