Unnið með Gísla sögu á fjölbreyttan hátt

Nemendur og kennarar á unglingastigi eru á góðri siglingu með söguna af útlaganum fræga og hans fylgdarliði. Nú hafa þau lesið um það bil hálfa söguna, velt fyrir sér hvernig upplifun það er að leggja upp í langferð á milli landa í erfiðum aðstæðum, hvað þarf að hafa með sér í slíka för og hvernig leggst ferðin í fólkið um borð. Að hverju þarf að huga þegar nema á land á nýjum stað, hvar er best að búa og hvernig lifir maður af? Verkefnin eru fj0lbreytt en nemendur teikna m.a. langhús eins og Gísli og fjölskylda byggja í sögunni, sumir gera teiknimyndasögu og aðrir skrifa ritunarverkefni. Í hverjum tíma er lestrarstund þar sem kennarar lesa söguna með nemendum og ræða innihaldið. Það er frábært að fylgjast með þeim á þessu ferðalagi um fornsögurnar.

Hægt er að skoða fleiri myndir hér