Undirbúningsdagur og samskiptadagur

Á þriðjudaginn 16.janúar er undirbúningsdagur kennara. Þá er engin kennsla og skólasel er lokað. 

 

Föstudaginn 19. janúar er samskiptadagur. Þá mæta foreldrar/forráðamenn ásamt nemanda í viðtal hjá umsjónarkennara og ræða námsframvindu, markmið og fleira. Skráning tíma fyrir þennan dag fer fram í mentor eins og áður. Skráningin hófst í morgun, föstudaginn 12.janúar, og lýkur að miðnætti mánudaginn 15. janúar.

Skólasel er opið föstudaginn 19.janúar fyrir þau börn sem þar eru skráð.