Umferðargetraun Samgöngustofu

Gerðaskóli tók þátt í umferðargetraun Samgöngustofu í desember eins og undanfarin ár. Þrír nemendur duttu í lukkupottinn og hlutu Syrpubók að launum, þau Vigdís Sara Vignisdóttir 1. ÞT, Benedikt Ármann Vignisson 2. HS og Rúnar Máni Svansson 4. JH.