Tilmæli frá landlækni

Mikið er rætt um D-vítamín þessa dagana og það ekki að ástæðulausu. Hver rannsóknin á fætur annarri síðustu áratugi hefur sýnt að Íslendingar fá allt of lítið af þessu mikilvæga vítamíni úr fæðunni og að styrkur D-vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni er töluvert undir viðmiðunarmörkum. Mjög mikilvægt er að taka D-vítamín yfir dimmustu mánuði ársins.