Tilkynning vegna breytingar á skipulagi

Breyting á dagskrá föstudaginn 23. febrúar.

Vegna sameiginlegs fundar alls starfsfólks sveitarfélgas Garðs og Sandgerðis, kl. 13:00 – 16:00 föstudaginn 23. febrúar, verða eftirfarandi breytingar á skólastarfi.

  • Frístund verður lokuð þann dag.
  • Matartími 1. – 4. bekkjar hefst á venjulegum tíma en verður styttur. Börnin fá 35 mínútur í mat. Eftir það hefst ein kennslustund og lýkur henni kl. 12:30. Þá fara þau heim.
  • Matartími 5. – 10. bekkjar hefst kl. 12:00. Eftir matinn fara nemendur heim.

Skólastjóri