Þriðjudagsrokk í Gerðaskóla

Nemendur og starfsfólk Gerðaskóla voru svo heppin síðastliðinn þriðjudag að fá að hlusta á tónlistaratriði á sal frá Tónlistarskólanum í Garði. Það var hljómsveit skipuðum nemendum úr 5., 8. og 9. bekk sem steig á stokk og flutti þrjú lög með rokkívafi. Það var því mikil stemning hjá okkur og sannkallað þriðjudagsrokk í morgunsárið. Það var frábært að sjá hvers vel nemendur úr 5. – 9. bekk stóðu sig sem áhorfendur og fengu flytjendur mikið hrós frá samnemendum sínum að atriðinu loknu.