Þemadagar og opinn dagur

Í þessari viku eru þemadagar, á miðvikudag og fimmtudag. Þessa daga er hefðbundið skólastarf sett til hliðar og unnið út frá þemanu Disney. Það má segja að við ætlum að halda þemanu á lofti því við ætlum svo að tengja það við árshátíðina okkar sem verður í byrjun apríl. Þemadagana er kennsla frá kl. 8:15 - 13:20.

Á föstudaginn verður svo opið hús hjá okkur frá kl. 10:00 - 11:00 og þá geta gestir skoðað afrakstur þemadaga.

Þar sem föstudagurinn er skertur nemendadagur er skóli frá kl. 8:15 - 11:20. Skólamatur er með hádegismat fyrir þá sem eru í áskrift og Skólaselið er opið frá kl. 11:20 - 16:15.

Myndir frá þemadögunum er að finna undir Myndasafn hér á forsíðunni.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur næsta föstudag.