Þemadagar

Dagana 23.-25.febrúar voru þemadagar í Gerðaskóla, þemað að þessu sinni var hugur og heilsa.

Það voru 6 stöðvar í boði fyrir nemendur í 1.-6.bekk og fengu þeir að fara á allar stöðvarnar sem skiptust yfir tvo daga, miðvikudag og fimmtudag.

1.-2.bekkur var með spilastöð, hugarleikfimi, gönguferð, dans- og hreyfileikir, samvinnuverkefni, föndur og krukkur,slökun og snilld.is (ipad), ávaxtaspjót og ávaxtasalat.

3.-4.bekkur var með spilastöð,hugarleikfimi, tæknigarður, slökun, gönguferð, dans- og hreyfileikir, samvinnuverkefni, föndur og krukkur, ávaxtaspjót og ávaxtasalat, íþróttahúsið (tarzan, frjálst og leikir).

5.-6.bekkur var með spilastöð,hugarleikfimi, mínútuþrautir, slökun, gönguferð, dans- og hreyfileikir, samvinnuverkefni, föndur og krukkur, ávaxtaspjót og ávaxtasalat, íþróttahúsið (tarzan, frjálst og leikir).

Hjá 7.-10.bekk voru 4 stöðvar í boði sem allir fengu að prófa og svo fengu nemendur tvær valstöðvar og skiptist þetta einnig niður á miðvikudag og fimmtudag.

7.-8.bekkur var með spilastöð, hugarleikfimi, brauðbakstur, félagsvist, samvinnuverkefni og föndur/mínútuþrautir.

9.-10.bekkur var með spilastöð, hugarleikfimi, félagsvist, samvinnuverkefni og föndur/mínútuþrautir, samvinnuleikir – hópefli (KVAN) Breakout.

Valstöðvarnar sem voru í boði fyrir 7.-10.bekk voru, boost og skyrskálagerð, gönguferð út á Garðskaga, sparkvöllur, frjálst í sundlauginni, föndur og krukkur, hár- og andlitsmaskagerð, flot í sundlauginni og Metabolic.

Á föstudaginn er svo Taekwondo kynning fyrir alla nemendur í íþróttahúsinu, nemendum er skipt upp í hópa og verður fylgt yfir af sínum umsjónarkennara. En það skiptist þannig að 1.-6.bekkur fær kynningu fyrir frímínútur en þá er félagsvistarmót á salnum fyrir nemendur í 7.-10.bekk. Eldri nemendur fá svo kynningu eftir frímínútur en þá eru yngri nemendur í spilaleikjum í sinni heimastofu.

Það er gaman að segja frá því að sigurvegarar í félagsvistinni voru þau Alexander Klak í 9.bekk og Guðbjörg Emilía í 8.bekk, við óskum þeim innilega til hamingju. 

Þetta eru búnir að vera mjög fjölbreyttir og skemmtilegir dagar hjá bæði nemendum og kennurum.

Hér er hægt að skoða fleiri myndir.