Textílmennt í 6.bekk

Ákveðið var til prufu í Gerðaskóla að 6. bekkur fengi aukna kennslu í textílmennt þetta skólaárið, hafa nemendur því fengið kennslu í tvo tíma í senn allt árið. Gekk það mjög vel, nemendur hafa verið áhugasamir staðið sig vel og unnið fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Skólaárið byrjaði á að nemendur fengu kennslu í jurtlitun, lituðu þeir garn úr jurtum sem þeir týndu á skólalóðinni ásamt því að gera tilraunir með að lita garn úr matarlit. Þeir ófu úr garninu og nýttu í gerð verkefna. Eins og myndirnar sýna hafa nemendur unnið fjölbreytt og skemmtileg verkefni og nýtt til þess fjölbreyttar aðferðir greinarinnar eins og vélsaum, prjón, hekl, útsaum, þæfingu, vefnað og jurtalitun.