Takk fyrir okkur!

Gerðaskóli fékk veglegar afmælisgjafir Í tilefni af 150 ára afmæli skólans og færum við velunnurum skólans innilegar þakkir fyrir velvild í garð Gerðaskóla. Suðurnesjabær færði skólanum gjafakort fyrir Leir- og glerbrennsluofni sem mun koma að góðum notum í list- og verkgreinum. Kvenfélagið Gefn færði skólanum rausnarlegan peningastyrk að upphæð 500.000 kr. ásamt fána félagsins með merki þess sem hannað var af Jóhanni Jónssyni fyrrum kennara Gerðaskóla árið 1977.

     

Foreldrafélag Gerðaskóla færði skólanum 150.000 kr. gjafabréf og árgangar 1967, 1975, 1976, 1977 færðu skólanum peningagjafir. Einnig fékk skólinn gjafabréf í Spilavinum frá grunnskólum Reykjanesbæjar. Skólanum bárust einnig fallegar blómaskreytingar og konfekt frá samstarfsaðilum.

Þessar veglegu gjafir verða vel nýttar til þess að efla skólastarf enn frekar í Gerðaskóla. Við þökkum kærlega fyrir okkur.