Svakalega lestrarkeppnin er skemmtileg keppni á vegum List fyrir alla. Þar keppast nemendur á Reykjanesi við að lesa sem flestar blaðsíður á einum mánuði. Keppnin stóð yfir frá 16. október til 16. nóvember 2024.
Gerðaskóli stóð sig vel í keppninni og lásu nemendur að meðaltali 242 blaðsíður. Sá bekkur sem las flestar blaðsíður í Gerðaskóla var 5. bekkur en þau lásu 18.277 blaðsíður og þar á eftir kom 6. bekkur með 12.196 blaðsíður.
Þetta er frábær árangur og vonandi mun þessi keppni hvetja nemendur til áframhaldandi lestrar.