Stóra upplestrarkeppnin í  7. bekk

Skólakeppni Stóru upplestarkeppninnar fór fram í dag. Nemendur lásu upp texta úr bókinni Benjamín dúfa og fluttu ljóð sem þau völdu sjálf. Það var afar gleðilegt að sjá krakkana uppskera í dag eftir æfingar á vönduðum upplestri síðustu mánuði. Dómnefndin var mjög ánægð með krakkana og var það erfitt verkefni að velja aðeins fjóra fulltrúa til að taka þátt fyrir hönd skólans í lokakeppninni sem verður í Stóru- Vogaskóla miðvikudaginn 14. mars. Það voru þau Kristján Birkir Bjarkason, Valdimar Steinn Jóhannsson, Viktoría Ísolde Nooteboom og Þórir Guðmundsson sem verða fulltrúar skólans og Emilía Hrönn Aguilar verður varamaður. Til hamingju krakkar með árangurinn.