Stóra upplestrarkeppnin 2023 – fulltrúar Gerðaskóla

Nemendur í 7. bekk tóku þátt í upplestrarkeppni innan bekkjarins þar sem dómnefnd valdi þrjá aðalmenn og einn varamann í lið Gerðaskóla. Það voru Bergdís Júlía Sveinsdóttir, Guðjón Hjörtur Eyjólfsson, Hrafnkell Máni Másson og Emilía Hrönn Björnsdóttir sem skipa lið Gerðaskóla að þessu sinni. Nemendur stóðu sig allir með stakri prýði og höfðu greinilega lagt mikinn metnað í æfingar, upplestur og framkomu.

Gerðaskóli er í samstarfi við Grunnskóla Grindavíkur, Sandgerðisskóla og Stóru-Vogaskóla um keppnina en að þessu sinni er Gerðaskóli í hlutverki gestgjafa og keppnin verður því haldin á sal skólans þann 15. mars næstkomandi.

Við óskum fulltrúum Gerðaskóla innilega til hamingju með árangurinn.