Stóra upplestrarkeppnin 2023

Þann 16. nóvember næstkomandi, á Degi íslenskrar tungu hefst Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk en þá hefst svokallaður ræktunarhluti keppninnar. Nemendur 7. bekkjar taka formlega við keflinu frá nemendum 8. bekkjar á Degi íslenskrar tungu og hefja þar með undirbúning og æfingar í upplestri. Nemendur fá tilsögn og æfa upplestur reglulega í vetur en í febrúar verður haldin upplestrarhátíð í bekknum þar sem fulltrúar eru valdir til þess að keppa í Stóru upplestrarkeppninni í mars mánuði.

Gerðaskóli er í samstarfi við Grunnskóla Grindavíkur, Sandgerðisskóla og Stóru-Vogaskóla um keppnina en að þessu sinni er Gerðaskóli í hlutverki gestgjafa og keppnin verður því haldin á sal skólans. Við hlökkum til að fylgjast með 7. bekkingum takast á við þetta skemmtilega og krefjandi verkefni í vetur, þau munu án efa standa sig með stakri prýði.