Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í Gerðaskóla þetta árið. Hún fer fram fimmtudaginn 14. mars kl 16:00 á sal skólans.

Keppnin er fyrir nemendur í 7. bekk sem keppa í framsögu og upplestri. 12 nemendur taka þátt í vönduðum upplestri og koma frá Gerðaskóla, Grunnskóla Grindavíkur, Sandgerðisskóli og Stóru- Vogaskóli.

Keppendur fyrir hönd Gerðaskóla eru Hafþór Ernir, Haraldur Daði og Sólveig Hanna.