Stelpur og tækni í 9. bekk

Nýverið tóku nokkrar stelpur í 9. bekk þátt í verkefninu stelpur og tækni á vegum Háskólans í Reykjavík. Verkefnið er liður í því að hvetja konur til náms í tæknistörfum þar sem stelpum í 9. bekk grunnskóla er boðið að taka þátt og fá kynningu á tæknitengdu námi og störfum. Markmið verkefnisins er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.

Stelpurnar voru mjög áhugasamar, þær prófuðu sig áfram við að forrita tölvuleiki og tóku þátt í umræðum á eftir.

Hægt er að skoða fleiri myndirhér