Steinamálun – valáfangi

Í haust hafa um 17 nemendur verið í valáfanga sem heitir steinamálun. Steinarnir sem nemendur mála koma frá Austurlandi, en það getur oft verið erfitt að finna steina hér suður með sjó sem henta í svona málun. Nemendur hafa lært að grunna steinana, mála hringmunstur (mandala) með sérstökum áhöldum og eru nú að gera verkefni að eigin vali. Í þessu frjálsa verkefni fá listrænir hæfileikar og sköpunargáfa nemenda að njóta sín. Sýnishorn af vinnu nemenda má sjá á myndasíðu skólans.

https://www.gerdaskoli.is/is/myndir/myndir-2020-2021