Starfsdagur mánudaginn 16. mars 2020 vegna COVID-19

Stjórnendur Gerðaskóla hafa fundað með aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar vegna aðstæðna í samfélaginu.
Eftir blaðamannafundinn í dag var ákveðið að vera með starfsdag (nemendur í fríi og Skólaselið lokað) á mánudaginn til að stjórnendur og starfsfólk geti skipulagt skólastarfið sem best vegna COVID-19. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með fréttum næstu daga en við munum senda ykkur tölvupóst um framhaldið.

Ef þið eruð með einhverjar spurningar þá endilega sendið tölvupóst á eva@gerdaskoli.is eða gudjon@gerdaskoli.is