Stærðfræðidagurinn - viðurkenningar

Stærðfræðidagurinn var haldinn síðastliðinn föstudag og í dag voru síðustu viðurkenningarnar afhentar. Því er nú best að segja frá hverjir voru hlutskarpastir í hverri þraut.

Í félagsvist á efsta stigi voru þeir Alexander Máni Sigurbjörnsson í 8.BV og Alexander Ben Guðmundsson í 10.VH sem fengu flest stig í konu og karla flokkum. Skemmtilegt er frá því að segja að hlutfall kynja á efsta stigi Gerðaskóla er frekar ójafnt og því þurftu þó nokkrir drengjanna að spila sem kona eins og reglur í félagsvist gefa til kynna. Þetta vakti mikla kátínu.

Fyrir Yatzi á yngsta stigi var það Ævar Logi Guðmundsson í 5.JP sem var stigahæstur.

Að lokum var keppni um að giska á fjölda pastaskrúfna í krukku. Þessi keppni var fyrir allan skólann. En sá sem var næstur því að giska á réttu tölu var Úlfur Orri Kjartansson í 1.KI. Hann giskaði á 606 skrúfur en þær voru 649.

Við óskum vinningshöfum til hamingju.