Stærðfræði og textíl

Nokkrir nemendur í Gerðaskóla hafa verið að vinna með samþættingu á stærðfræði og textíl í vetur hjá Birnu textílkennarar. Með þessari nálgun var verið að vinna með stærðfræðina á annan hátt en er gert í bekkjarumhverfinu. Meðal annars var unnið með speglun, margföldun, form og mælieiningar. Nemendur tóku miklum framförum og lærðu að nýta sér aðferðir sem munu nýtast þeim í daglegu lífi í framtíðinni. Hér fyrir neðan er hægt að sjá afrakstur vetrarins.