Stærðfræði 1.bekkur

Nemendur í 1. bekk nýttu góða veðrið og fóru út í stærðfræðitíma. Þar áttu þau að finna gróður eða annað í náttúrunni til þess að flokka. Hægt er að flokka eftir lit, stærð, lögun og ýmsu öðru. Margt fannst sem var farið með inn og skoðað betur, t.d. sveppir, grjót, fíflar og hundasúrur.