Söngstund á sal 1.-4.bekkur

Í morgun var komið að söngstund yngstu nemenda okkar í Gerðaskóla. Við áttum góða stund saman sem hófst á fallegu og jólalegu gítarsamspili nemenda Tónlistarskóla Garðs. Nemendur í 1. – 4. bekk sungu svo saman nokkur jólalög og var sannkölluð jólastemning í skólanum. Það var gaman að sjá þegar óskalag krakkanna úr barnakór skólanna var sungið í lokin en það var lagið Desember eftir Samsam. Lagið er ekki hefðbundið eða þekkt en krakkarnir tóku undir í viðlaginu og þau sem þekktu lagið sungu fallega með.

Hægt er að skoða fleiri myndir hér