Söngleikurinn Hair Spray

Síðast liðinn föstudag var söngleikurinn Hair Spray frumsýndur í Gerðaskóla. Nemendur hafa æft stíft bæði leik og söng undir stjórn Vitor Hugo kennara. Það er samdóma álit þeirra sem mættu að vel hefði tekist til og að nemendur hafi staðið sig vel. Hér fylgja nokkrar myndir sem Guðmundur Sigurðsson tók.