Söguverðlaun Menntamálastofnunar

Sagan Sundferðin eftir Hrafnhildi Helgu nemanda 6. bekkjar í Gerðaskóla, hefur verið tilnefnd til Söguverðlauna Menntamálastofnunar og RÚV sem veitt verða á verðlaunahátíð í Hörpu 5. júní 2021 í beinni útsendingu á RÚV. Hrafnhildur er ein af 20 krökkum á landinu sem er tilnefnd eftir að hún sendi smásöguna sína í keppnina.

Sagan hennar ásamt öðrum tilnefndum sögum munu vera hluti af Risastórum smásögum 2021, rafbók sem gefin verður út í júní af Menntamálastofnun.

Þeir nemendur sem fengu tilnefningu var einnig boðið að taka þátt í meistarabúðum þar sem nemendur fá tækifæri til að taka þátt í ritlistarsmiðjum með fleiri rithöfundum.