Snillitímar - Opið hús

Opið hús 28. nóvember kl. 08:30 – 09:15

Í fyrramálið mun hópur nemenda kynna verkefni á sal. Þessi verkefni eru unnin í snillitímum sem er nýtt fag á miðstigi. Í þessari grein eru nemendur að vinna með eigið áhugasvið og vinna verkefni út frá því. Við erum ákaflega stolt af nemendum sem hafa lagt sig vel fram við að gera þessa kynningu sem besta. Verið hjartanlega velkomin. Ömmur og afar, frænkur og frændur eru líka velkomin.

Hlökkum til að sjá ykkur.