Skólaþing – Gott samstarf

Við þökkum þeim sem komu á Skólaþingið í síðustu viku kærlega fyrir góðar umræður.

Rætt var hvernig skólasamfélagið í sameiningu getur stuðlað að jákvæðum skólabrag ásamt því að ræða þær skólareglur og viðbrögð sem eru í gildi.

Þar kom m.a. fram að jákvæð umræða um skólann á heimilum skiptir miklu máli og að heimili og skóli gangi í takt.

Ábendingar komu um orðalag á reglunum og að kannski gæfist það vel að setja þær fram í myndbandsformi. Almenn ánægja var með viðbragðsferla.

Punktar frá Skólaþinginu verða settir með í umræðuna þegar starfsfólk fer í endurskoðun á reglunum á vorönn.

Takk allir sem tóku þátt : )