Skólaþing Gerðaskóla 22.nóvember 2022

Skólaþing Gerðaskóla verður haldið í annað sinn þann 22. nóvember næstkomandi kl. 17:30 á sal Gerðaskóla. Að þessu sinni verður lögð áhersla á jákvæðan skólabrag en skólareglur og viðbrögð verða til umræðu og endurskoðunar.

Hvernig getur skólasamfélagið í sameiningu stuðlað að jákvæðum skólabrag? Hvernig setjum við reglur og ramma sem hvetja til virðingar, jákvæðni og æskilegrar hegðunar?
Hvernig framfylgjum við skólareglum og sköpum um leið jákvætt andrúmsloft og gott samfélag innan skólans?

 

Skólaþingið er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á skólastarfi. Þar verður möguleiki á að koma með hugmyndir um hvernig hægt er að hafa áhrif á skólareglur og efla jákvæðan skólabrag.
Allir sem hafa áhuga á skólastarfi eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum. Við hvetjum foreldra sérstaklega til þess að koma og eiga með okkur góða stund í þágu nemenda. Það verður heitt á könnunni hjá okkur.